Hugvit og hönnun 3.tbl. 2012
Land og Saga hefur um árabil gefið út blaðið land og Saga. blaðið sem upphaflega fjallaði um skipulag, byggingar og orkumál, teygði anga sína smám saman á aðrar slóðir, fyrst til að byrja með í hliðargreinar við þessa meginþætti, síðan hliðargreinar við hliðargreinar og svo framvegis. þegar síðasta blað lands og Sögu kom út í október síðastliðnum varð okkur ljóst að meginflokkarnir þrír voru farnir að standa blaðinu fyrir þrifum.allt í þessum heimi er breytingum háð og við hjá landi og Sögu ákváðum að söðla um, breyta blaðinu landi og Sögu frá upphafi til enda og gefa því nýtt nafn, Hugvit og Hönnun. Við álitum slíkan nafnaaðskilnað frá fyrirtækinu liðka fyrir skilningi viðskiptavina okkar á því að blaðið sem gefið er út er aðeins hluti af útgáfustarfsemi lands og Sögu.
þegar hugmyndin að Hugviti og Hönnun varð til, fórum við yfir þau efnistök sem verið hafa í síðustu blöðum lands og Sögu, í ljós kom að það var hvers kyns hönnun og hið undursamlega hugvit manneskjunnar sem blómstrað hefur á krepputímanum, sem vakti áhuga okkar. Við ákváðum því að byggja nýja blaðið á þeim áhuga, því endurmati á lífsgæðum sem þjóðin hefur gengið í gegnum og skoða hvernig fyrirtæki um allt land hafa skynjað og brugðist við því endurmati.
Sem fyrr eru skipulag, byggingar og orkumál helsta áhugamál okkar og vonumst við sannarlega til að eiga áfram góð samskipti við þá aðila sem starfa í þeim geira víðs vegar um landið. ný hugsun er áberandi þar með áherslu á umhverfisvernd og endurnýtingu og eiga upplýsingar þar um brýnt erindi við þjóðina.
Frá þessum meginþáttum, skipulagi á jarðnæði upp í byggingar og samfélag manna sem vilja skapa betri heim með hugviti, tækniþekkingu og kjarkinum til að takast á við breytingar, er markmið okkar að gefa út blað sem er fullt af upplýsingum sem koma lesendum okkar við, hvort sem það eru konur eða karlar, höfuðborgarbúar eða  landsbyggðarfólk.
Einar þorsteinsson, útgefandi
Hugvit og hönnun 3.tbl. 2012 Greinar

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga