Hugvit og hönnun 4.tbl. 2012
Hugvit og Hönnun er með nokkrum jólablæ að þessu sinni – eins og vera ber. engu að síður höldum við stefnu okkar hvað varðar efnisflokka blaðsins.
Viðtalið að þessu sinni er við yfirflugumferðarstjóra isavia, þórdísi Sigurðardóttur, sem stjórnar einu stærsta flugstjórnarsvæði í heimi, rekur sitt heimili með myndarbrag og syngur sig inn í jólin.
Við fáum að vita allt um evans orkupóstana til að hlaða rafmagnsbíla og eru nú loksins komnir til landsins. einnig forvitnumst við um það hvaða tryggingarfélag er að koma til móts við eigendur vistvænna bifreiða.
Matarumfjöllunin að þessu sinni er klárt og kvitt á sælkeralínunni. ekkert hugsað um hitaeiningar og aðhald, heldur nautnir til munns og maga; fáum uppskriftir frá gæðakokkum og splæsum okkar eigin uppáhalds uppskriftum.Og auðvitað höfum við valið okkur jólavín.
Hugvit og hönnun 4.tbl. 2012 Greinar

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga