Sumarlandið -1 tb. 7 árg. 2013
Þegar ferðamaðurinn er annars vegar, skipta fjórir þættir meginmáli. Hann þarf að hafa náttstað, hann þarf að nærast, hann þarf að hafa eitthvað til að skoða og hann þarf að hafa eitthvað við að vera. Á seinustu árum hefur gistirýmum fjölgað til muna um allt land. Einnig veitinga- og kaffihúsum þar sem úrvalið er með íslensku og alþjóðlegu ívafi. Það sem er ánægjulegast við þróunina í veitingageiranum, er að menn vinna með stolti úr hráefni úr sínu héraði eftir föngum. Ferðaþjónustan er því ekki einskorðuð við þá sem standa í framlínunni. Hún breiðir úr sér og skapar þeim aukin verkefni sem vinna í undirstöðunni; þeim sem framleiða hráefnið.
Sumarlandið -1 tb. 7 árg. 2013 Greinar

Eldri tölublöð
© 2007 - 2012 Land og saga