Austurland - Ferðablað Land og Saga -

Ýmsar greinar um Austurland.
Austurland
nær samkvæmt hefð frá Langanesi í norðri að Almannaskarði í suðri. Austurland er einstaklega fjölbreytt og þekkt fyrir einróma veðursæld á  sumrum. Austurland er paradís fyrir áhugafólk um náttúru.

Hér eru heimkynni hreindýra, nálægð við seli og gríðarlegur fjöldi fugla.  Landslagið er einstaklega fjölbreytt. Stutt er inn að Vatnajökli og hálendið svíkur engan með Snæfell og Kverkfjöll í lykilhlutverki. Hér eru hrikleg fjöll og lygnir firðir í nágrenni við fengsæl fiskimið. Í flestum fjarðabotnum standa friðsælir fiskibæir þar sem sjávarútvegur er enn ríkjandi atvinnugrein.Víða er að finna fallega skógivaxna dali og fossar eru á fáum stöðum fleiri eða fjölbreyttari.  

Þá er Austurland þekkt meðal steinasafnara og jarðfræðiáhugafólks, litskrúð í fjöllum gleður augað og við fætur liggja oft einstakir hálfeðalsteinar.

Austurland er ríkt að menningu, sögum og sögnum, hvort sem menn hafa áhuga á Lagarfljótsorminum, álfum, tröllum, Hrafnkeli Freysgoða eða Sjálfstæðu fólki þá finna allir eitthvað sem vekur áhuga

Austurland - Ferðablað Land og Saga - Greinar

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga