Skipulag - Hönnun - Byggingar 2.tbl. 5.árg 2011
Sögur herma að öndvegissúlur hafi rekið á land. Þetta er landið þar sem miðnætursólin dansar, fossarnir glitra og söngur fuglanna er sem af öðrum heimi. Fámenn þjóð byggði þetta litla land - sem er samt svo stórt. Draumarnir rættust eða drukknuðu í vosbúð, kálfsskinnið varð rammi stórkostlegra sagna, torfið og grjótið hélt vindinum úti og sjórinn - já, sjórinn. Hann útvegaði björg í bú og varð líka vot gröf margra.
Dagarnir liðu. Vikurnar. Mánuðirnir. Árin. Áratugirnir. Aldirnar. Grettir, Njáll, Egill... Kappar sem sagnir fjölluðu um lífs og liðna. Þeir voru líka margir raunverulegu kapparnir: Kotbóndinn. Höfðinginn. Vinnumaðurinn. Klerkurinn. Húsfreyjan. Íslendingar sem buðu birginn óblíðum náttúruöflum og stundum grimmum aðstæðum og möðkuðu mjöli. Jú, þetta fólk átti sér drauma. Það átti sér sýn. Það tók þátt í framförum. Það tók þátt í uppbygginu landsins - eyjarinnar við hafið bláa hafið sem hugann dregur.
Torfið og grjótið viku fyrir við. Steypu. Kálfsskinnið vék fyrir pappír. Blaðsíðunum í sögu þessa lands fjölgaði. Sumir vildu út - grasið þótti grænna hinum megin. Vesturfarar kallast það fólk. Draumana áttu Íslendingarnir - hvort sem þeir bjuggu á eyjunni fögru eða á meginlandinu stóra í Vesturheimi.
Skipulag - Hönnun - Byggingar 2.tbl. 5.árg 2011 Greinar

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga