NÝJASTA
TÖLUBLAÐIÐ
Hendur í Höfn, Listasmiðja og kaffihús með sérstöðu
1. August 2014
Matarástríða og menning sameinuð Matarástríða og menning mætast á eftirminnilegan hátt í Höndum í Höfn í Þorlákshöfn, en hér er um að ræða annars vegar persónulegt kaffihús sem sérhæfir sig í lausnum fyrir fólk með hverskonar fæðuóþol og ofnæmi og svo opna glervinnustofu þar sem listin ræður ríkjum. Húsið er sérlega bjart og þegar inn er komið verður fljótt ljóst að hugað hefur verið að hverju smáatriði. Innanstokksmunir eru frá öðrum tíma og hafa þeir verið endurnýjaðir á hugvitssamlegan hátt og gefur það kaffihúsinu birtu og hlýju. Stofnandi Handa í Höfn, Dagný Magnúsdóttir, opnaði kaffihúsið fyrir rúmu ári síðan, en listasmiðjan hefur verið starfrækt síðan 2010. Dagný segist hafa gríðarlega ástríðu fyrir matargerð og eyðir því mestum tíma sínum á staðnum, þess vegna hafi aldrei komið annað til greina en að innrétta staðinn þannig að fólki liði þar vel.
Nýjustu fréttir

Eldri tölublöð