NÝJASTA
TÖLUBLAÐIÐ
Austurland á hreindýraslóðum
16. September 2014
Á hreindýraslóðum
„Austurland er gönguparadís og hér er ofboðslega mikil náttúra og friðsæld,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri markaðssviðs Austurbrúar. „Hér er hægt að finna ró og næði og hér er oft meiri veðursæld heldur en á öðrum stöðum á landinu.“ Ferðamenn ættu flestir, ef ekki allir, að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Göngutúrar, hestaferðir á vegum hestaleiga á svæðinu, veiði og svo má nefna söfn og sundlaugar. Jónína segir að eitt besta aðgengi að lunda sé á Borgarfirði eystri en lundinn hefur sumaraðsetur á hólma í höfninni og er hægt að ganga þar upp. Ferðaskrifstofan Austurför á Egilsstöðum selur skipulagðar ferðir um svæðið svo sem gönguferðir, jeppaferðir og fjórhjólaferðir. Ferðaskrifstofan er í samvinnu við ýmis fyrirtæki á svæðinu svo sem hvað varðar ferðir að t.d. Snæfelli og Stórurð, grasbalar, tjarnir og björg á stærð við hús á sama svæðinu.
Nýjustu fréttir

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga