NÝJASTA
TÖLUBLAÐIÐ
Icelandic Times á nýjum slóðum
20. October 2014
Við horfum í austur  - Icelandic Times á nýjum slóðum Ísland er í tísku, um það er engum blöðum að fletta. Hvaða meðal-Íslendingur sem er þarf ekki nema taka sér stuttan spássitúr niður Laugaveginn svo að honum læðist sá grunur að allir vegir liggi til Íslands. Um þá gríðarlegu aukningu sem orðið hefur í komu ferðamanna til landsins þarf ekki að fjölyrða og það liggur í hlutarins eðli að sú aukning felur í sér að flóran verður sífellt fjölbreyttari – og þá um leið krafan um viðeigandi þjónustu. Ferðaritið Icelandic Times hefur á síðustu árum vaxið umtalsvert í takt við þessar breytingar og er nú gefið út á þremur tungumálum; ensku, frönsku og þýsku. Enska ritið kemur út fimm sinnum á ári en áherslur innan ferðaþjónustunnar eru talsvert breytilegar eftir árstíðum og er blaðinu ætlað að mæta ólíkum þörfum þeim tengdum. Þýsku og frönsku útgáfurnar  eru enn sem komið er heils árs blöð sem gefin eru út í byrjun sumars. Nú í haust stendur svo til að stækka útgáfuna enn frekar og gefa út blað sérstaklega ætlað kínverskum ferðamönnum - og því auðvitað á kínversku!
Nýjustu fréttir

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna.