NÝJASTA
TÖLUBLAÐIÐ
Nú einnig á frönsku og þýsku - Icelandic Times
30. October 2014
Icelandic Times er tímarit um ferðaþjónustu á Íslandi ætlað erlendum ferðamönnum. Það hóf göngu sína árið 2009 og er gefið út annan hvern mánuð í nánu samstarfi við erlendar ferðaskrifstofur. Hingað til hefur tímaritið aðeins komið út á ensku og hefur verið ákaflega vel tekið af þeim ferðamönnum sem hingað koma. Einnig hefur erlendum ferðaskrifstofum þótt fengur að því, þar sem það hefur að geyma yfirgripsmiklar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu á hverjum tíma. Því hefur verið ákveðið að færa út kvíarnar og framvegis mun tímaritið koma út á frönsku og þýsku, auk ensku útgáfunnar. Icelandic Times er dreift á erlendar ferðaskrifstofur og í flugvélum til þess að auðvelda þeim sem eru á leið til Íslands að skipuleggja ferðalag sitt um landið. Auk þess er Icelandic Times dreift í stórum upplögum hér innanlands, til upplýsingamiðstöðva, aðila í ferðaþjónustunni, bensín- og þjónustustöðva, hótela og veitingastaða.
Nýjustu fréttir

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna.