Níðsterkt og hitaþolið

Bergkristall flytur inn kristal og postulín frá Rússlandi sem á sér aldalanga í útskurði og handmálun slíkra gripa

Á Flateyri eru höfuðstöðvar Bergkristals, sem er í eigu Guðbjarts Jónssonar en verslanir með þeim vörum sem hann flytur inn eru á Ísafirði og Akureyri og í Faxafeninu í Reykjavík þar sem úrvalið er mikið og margir gripirnir ómótstæðilegir, ekki síst ljósakrónurnar en Bergkristall flytur inn kristal og postulín frá Rússlandi. 

  

 
Bergkristall á sér ekki langa sögu, því Guðbjartur segir aðeins tvö og hálft ár síðan hann byrjaði að vinna að undirbúningi á innflutningi. Eins og menn vita hafa Rússar unnið með postulín og kristal mjög lengi. „Flest fyrirtækin sem við erum að versla við erum 250 til 260 ára gömul og eru margverðlaunuð fyrir gæði. Í hverri verksmiðju vinna fjögur til fimm hundruð manns, allir gripirnir eru handskornir og handunnir – og á ákaflega góðu verði.“ 

   Átta söfnunarlínur „Þetta er alveg sérstök listgrein og það tekur langan tíma að læra að skera. Einn af þeim listamönnum sem við erum með gripi frá er mjög viðurkenndur glerlistamaður í Rússlandi. Hann hannar mest vasa, en er líka í glösum. Við erum, til dæmis, með einn vasa frá honum sem kostar eina milljón.“ 

   Það er viss hefð hjá Rússunum, þegar þeir eru að fagna, að taka glasið og henda því í næsta vegg þar sem það mölbrotnar en Guðbjartur mælir ekki með því að Íslendingar taki upp slíka hefð. Þótt kristallinn hjá honum sé á góðu verði, sé meira um vert að fara vel með hann. 

   Hjá Bergkristal er hægt að fá forkunnar fagrar kristalsljósakrónur. „Við bjóðum upp á ábyrgð á þeim, segir Guðbjartur, og ef eitthvað kemur fyrir, eitthvað brotnar, þá er hægt að kaupa inn í gripinn. Þótt eitthvað komi fyrir ljósakrónuna er hún ekkert ónýt. 

   Við erum með mikið úrval af kristalsvösum og sjö til átta söfnunarlínur. Í hverri línu eru allt upp í tuttugu og fimm hlutir sem þú getur safnað í vissum gerðum. Í söfnunarlínum eru yfirleitt rauðvíns- og hvítvínsglös, koníaksglös, vatnsglös og viskýglös og svo framvegis, en við erum einnig með vasa í sömu línu, alls konar skálar, vatnskönnur og karöfflur.“ 

Hvítt gull
 
 
 
Hvað postulínið varðar, segir Guðbjartur rússneskt postulín eiga sér nokkuð skemmtilega sögu. Í byrjun átjándu aldar, hafi Pétur mikli orðið mjög hrifinn af postulíni og sent njósnara til Meissen í Saxóníu til að kynna sér leyndardóma framleiðslunnar. Það tókst hins vegar ekki og þá ákvað hann að láta finna postulínið upp að nýju. Það tókst árið 1744. 

   Smám saman nálguðust gæðin það besta sem til var, sem var auðvitað kínverska postulínið. Fyrstu postulínsverkin voru litlar styttur, skrautdiskar og gjafir handa hástéttinni. Á þessum tíma var postulínið nefnt „hvítt gull.“ Postulínsverk voru metin jafn til jafns við gull. 

   Guðbjartur segir postulínið sem Bergkristall selur nokkuð ólíkt því sem aðrir eru með. „Það er skrautlegra; í því er meiri litadýrð og gleði, þannig að við erum að brjóta upp þá hefð sem hér hefur ríkt, þótt auðvitað séum við líka með hvítt postulín. Við erum með postulín fyrir alla, bæði mjög dýrt og síðan í milliklassa, bæði handmálað og áprentað. Það eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá okkur. Eitt af því sem verksmiðjan státar sig af er að þetta sé mjög sterkt postulín sem þoli mikinn hita.”  


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga