Greinasafni: Veitingar
Arabísk stemmning í Hafnarfirði
Frískandi og framandi
Arabíski veitingastaðurinn Al-Amir býður upp á ekta arabíska matargerð í alfaraleið í Hafnarfirði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan haustið 2009, en Faraj Shwaiki, eigandi staðarins, segir íslendinga sækja í arabíska matargerð. „Það er ekki mikið af arabískum veitingastöðum á Íslandi, en mér finnst fleiri hér á landi vera að uppgötva arabískan mat, mörgum finnst hann skemmtileg tilbreyting frá skyndibitaflórunni sem er í boði.“
  
Hollustan í fyrirrúmi
Shawarma er þekktur arabískur réttur, en hann er einmitt vinsælasti réttur veitingastaðarins Al Amir. Kjúklingi, grænmeti og osti er vafið inn í tortillasbrauð, sem er borið fram með sterkri jalapinosósu og jógúrtsósu. Faraj er óhræddur við að kynna fyrir viðskiptavinum ýmis konar arabíska rétti, sem falla yfirleitt vel í kramið hjá þeim. „Ég bætti núna fyrir stuttu kebab pizzu á matseðilinn og hefur hún fengið frábærar viðtökur.“ Þó að maturinn sé fljótlagaður er hann ekki eins og hver annar skyndibiti. Faraj eyðir mörgum stundum í eldhúsinu þar sem hann stundar eldamennskuna af mikilli kostgæfni.

„Réttirnir eru allir mjög hollir, kjúklingurinn er til dæmis settur á tein og snýst i marga tíma þangað til kjötið er eldað, meðan á því stendur lekur nærri öll fita úr honum og er hann því nánast fitulaus fulleldaður,“ segir Faraj. Falafel er einnig vinsæll réttur, en það er grænmetisréttur unninn aðalega úr kjúklingabaunum. „Sterk sósa er alveg nauðsynleg með arabískum mat, við erum til dæmis með jalapinosósu og tahinisósu,“ bætir Faraj við.

Kryddið undirstöðuatriði

„Við notum eingöngu íslenskt hráefni sem gerir matinn ferskan. Kryddið er að vísu ekki hægt að fá hér á landi en það er einn af grunnþáttum matargerðarinnar, kryddið er þar af leiðandi pantað frá Palestínu,“ segir Faraj Shwaiki. Í arabískri matargerð er ekki einungis hugsað um að blanda saman hráefni og kryddi sem leikur við bragðlaukana, hlutverk réttanna er einnig að næra líkamann á réttan hátt. „Hvert hráefni hefur ákveðið hlutverk fyrir líkamann. Við notum til að mynda mikinn hvítlauk í matargerðina, en hann vinnur á móti flensu, er góður fyrir meltinguna og kemur í veg fyrir hjarta og æðasjúkdóma, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Faraj.

Veitingahúsið Al-amir

Bæjarhrauni 4 • 220 Hafnarfirði
555 4885
alamir-island@hotmail.com
www.alamir.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga